Kvenfélagslundurinn

Nýir bekkir og kátir krakkar í Kvenfélagslundinum.
Nýir bekkir og kátir krakkar í Kvenfélagslundinum.

Á dögunum fór 9. bekkur í Glerárskóla ásamt umsjónarkennurum sínum og Önnu Rebekku Hermannsdóttur í Kvenfélagslundinn til að undirbúa tré og runna, sem sett voru niður á síðasta ári, fyrir veturinn.

Anna Rebekka hefur haldið utan um vinnu í garðinum sl. ár en þessi dagur var einn af hennar síðustu í starfi við Glerárskóla. Henni er þakkað gott starf og aðstoðina í lundinum. Nemendur hreinsuðu frá trjánum, stungu upp dauðar plöntur, settu upp stoðir við trén og að lokum voru settir saman forláta bekkir.

Það verður ekki amalegt að geta tyllt sér niður á bekk í þessum fagra lundi og er upplagt fyrir fjölskyldur í hverfinu að koma við þarna í gönguferðum sínum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan