Kristjana og konur, tónleikar í Hofi

Tónleikar undir yfirskriftinni Kristjana og konur fara fram í Hofi sunnudaginn 22. nóvember kl. 20. Hluti af miðaverðinu rennur til Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Á tónleikunum mun hin ástsæla söngkona Kristjana Arngrímsdóttir og kvenarmur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands flytja verk um og eftir konur. Tónlist íslenskra og erlendra kvenna verður í hávegum höfð í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. 

Hljóðfæraleikarar eru Zsuzsanna Bitay,Eydís Úlfarsdóttir, Ásdís Arnardóttir,Petrea Óskarsdóttir,Una Björg Hjartardóttir,Dagbjört Ingólfsdóttir,Ella Vala Ármannsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir píanó. Sonur Kristjönu, Örn Eldjárn Kristjánsson sér um útsetningar ásamt Báru Grímsdóttur. 

Stiklað verður á stóru í sögu tónbókmennta kvenna en jafnframt mun Kristjana flytja mörg af sínum eftirlætis lögum sem og lög eftir hana sjálfa.

Þá munu stúlkurnar í kammerkórnum Ísold einnig koma fram á tónleikunum og syngja með Kristjönu. Stjórnandi þeirra er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Kvenarmur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í samstarfi við Menningarhúsið Hof. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan