Káinn kveđinn á Sigurhćđum

Kvćđamannafélagiđ Gefjun á Akureyri heldur opinn kyningarfund á Sigurhćđum í kvöld, miđivikudaginn 7. apríl kl. 20. Ţar munu félagar kynna kveđanda og rímnakveđskap. Félagiđ var stofnađ fyrir fimm árum og hefur veriđ jafn stígandi í starfsemi ţess.

Fundinn ber upp á fćđingardag kímniskáldsins Káins, en fullu nafni hét hann Kristján Níels Jónsson. Hann fćddist á Akureyri 1860, en flutti ungur til Kanada. Afmćlisbarniđ kemur viđ sögu í kveđskap Gefjunarmanna á Sigurhćđum, en Káinn var alla tíđ skemmtinn í kveđskap sínum. Hann var ekki mikill bindindismađur, nema síđur vćri. Ţađ kemur glöggt fram í vísu sem hann orti til konu nokkurrar, sem hafđi gert ítrekađar en mislukkađar tilraunir til ađ "ţurrka" skáldiđ:

Bakkus gamli gaf mér smakka
gćđin bestu, öl og vín.
Honum á ég ţađ ađ ţakka,
ađ ţú ert ekki konan mín.


Viltu koma einhverju á framfćri varđandi efni síđunnar?

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Safnreitaskil
captcha