Kaffihús í Lystigarðinum

Café Björk.
Café Björk.

Á 100 ára afmælisári Lystigarðsins á Akureyri og 150 ára afmælisári kaupstaðarins hefur langþráður draumur margra um kaffihús í Lystigarðinum ræst. Í dag verður opnað þar kaffihúsið Café Björk og er gestum og gangandi boðið upp á kaffi og vöfflur frá kl. 10-12.

Það eru þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurður Guðmundsson sem sjá um rekstur hússins en það var formlega vígt síðdegis í gær og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.

Café Björk er á besta stað í garðinum með sæti fyrir 65 manns. Þar verður lögð áhersla á að bjóða nýtt bakkelsi allan daginn og smurbrauð að danskri fyrirmynd.

Lystigarðurinn á Akureyri var opnaður árið 1912 og var fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi.

Café Björk Café Björk Café Björk Café Björk Café Björk Café Björk Café Björk Café Björk

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan