Iceland Airwaves á Akureyri

Frá blaðamannafundinum á Græna hatt­in­um í morg­un. Frá vinstri: Addý Ólafs­dótt­ir, Henný María Fr…
Frá blaðamannafundinum á Græna hatt­in­um í morg­un. Frá vinstri: Addý Ólafs­dótt­ir, Henný María Frí­manns­dótt­ir, Grím­ur Atla­son, Guðmund­ur Óskars­son, Saga Ómars­dótt­ir og Árni Gunnarsson. Mynd: Ragnar Hólm.

Tón­list­ar­hátíðin Ice­land Airwaves verður hald­in á Ak­ur­eyri, auk Reykja­vík­ur, á næsta ári, þegar hún fer fram í 19. skipti, 1. til 5. nóv­em­ber. Stefnt er því að tón­leik­ar verði á tveim­ur til þrem­ur stöðum nyrðra, m.a. á Græna hatt­in­um þar sem ákvörðunin var kynnt á fundi með blaðamönn­um í morg­un. Alls verða á þriðja tug tón­list­ar­atriða fyr­ir norðan, þar af sex er­lend í það minnsta. Að auki er gert ráð fyr­ir nokkr­um atriðum utan dag­skrár.

Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Airwaves, sagði í morg­un að í raun væri hægt að halda því fram að hátíðin væri loks á heim­leið. „Tón­leik­ar í Sjall­an­um snemma í októ­ber 1999, þar sem léku meðal ann­ars Dead Sea Apple og Toy Machine, urðu til þess að Icelanda­ir hélt tón­leika í Flug­skýli 4 á Reykja­vík­ur­flug­velli 16. októ­ber,“ sagði Grím­ur í morg­un. Það voru fyrstu form­legu Airwaves-tón­leik­arn­ir, stóðu í fjór­ar klukku­stund­ir í sam­starfi Flug­leiða (sem nú heita Icelanda­ir), Flug­fé­lags Íslands og EMI-út­gáf­uris­ans. Hug­mynd­in var að koma á fram­færi hæfi­leika­rík­um og efni­leg­um ís­lensk­um hljóm­sveit­um, auk þess að kveikja áhuga ungs fólks um all­an heim á Íslandi. Óhætt er að segja að það hafi tek­ist.

Grím­ur seg­ir að rætt hafi verið í nokk­ur ár að hátíðin teygði anga sína norður í land og ánægju­legt sé að loks verði af því. 

Ein aðalástæða þess að ákveðið var að hátíðin yrði einnig hald­in nyrðra er að senn hefst beint flug á milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar yfir vetr­ar­mánuðina og er­lend­um ferðamönn­um, sem flykkj­ast ár­lega til lands­ins vegna Airwaves, verður gert kleift að fara beint norður í land kjósi þeir það. Talið er lík­legt að ein­hver hóp­ur sýni því áhuga að upp­lifa að minnsta kosti hluta hátíðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Boðið verður upp á ferðapakka fyr­ir er­lenda gesti sem geta varið fyrstu dög­um Íslands­heim­sókn­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri og endað í Reykja­vík.

Al­menn miðasala á hátíðina hefst 1. fe­brú­ar og verða þrenns lags miðar í boði: Al­menn­ur miði – arm­band sem gild­ir á alla viðburði hátíðar­inn­ar, Ak­ur­eyr­armiði – arm­band sem gild­ir á alla viðburði á Ak­ur­eyri og Ak­ur­eyri plús viðbót – arm­band sem gild­ir á alla viðburði fyr­ir norðan og í Reykja­vík 4. og 5. nóv­em­ber.

Frétt af mbl.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan