Hvalaskoðun frá Akureyri hafin

Mynd: Ambassador.
Mynd: Ambassador.

Á föstudaginn hóf Ambassador hvalaskoðunartímabil sitt með ferðum frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Tímabilið fer mjög vel af stað og hafa sést þrír hnúfubakar og nokkrar hnísur.

Hvalir sáust innarlega í firðinum en þar eru aðstæður mjög heppilegar fyrir hvalaskoðun, sjórinn lygn og sjóveiki því nánast óþekkt meðal gesta.

Stórhvelin fara suður í Karíbahaf til að tímgast á veturna en koma hingað norður í höf í leit að æti á sumrin. Það er því ljóst að það er mikið líf í firðinum og stefnir í gott hvalaskoðunarsumar á Akureyri. Ambassador fer í hvalaskoðun daglega fram í lok október.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan