Húllafjör á Akureyri

Húlladúllan svokallaða verður á Eiðsvelli á Akureyri frá klukkan 17–19 mánudaginn 25. júlí með heila hrúgu af húllahringjum. Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á Eiðsvöll, grípa hring og Húlladúllan gengur á milli og leiðbeinir þátttakendum út frá getustigi.

Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þátttakendur mega gjarnan leggja nokkra aura í þar til gerða söfnunarkrukku svo Húlladúllan geti sett bensín á bílinn og haldið áfram að slá upp húllafjöri. Húlladúllan er einnig sérlega lagin við að búa til góða húllahringi og þeir sem vilja eignast slíka geta keypt þá hjá henni eða pantað hring við hæfi. 

Það geta allir lært að húlla. Komið og prófið á Eiðsvelli mánudaginn 25. júlí frá kl. 17-19.

Facebooksíða viðburðarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan