Hugguleg tónlist í Hríseyjarkirkju

Það verður hugguleg tónlist í Hríseyjarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.  Tónleikarnir eru tvísskiptir. Annarsvegar koma fram Marína Ósk og Mikael Máni sem mynda saman djass-dúettinn Marína & Mikael. Dúettinn hefur starfað í 1 og hálft ár og hafa þau komið víða við, bæði hér heima og í Hollandi, þar sem þau stunda bæði nám við Conservatoríuna í Amsterdam. Þau hafa skipulagt tónleikaferðalag á Norðurlandi og á Suð-Vestur horninu í sumar sem þau nefna “Beint Heim” og eru tónleikarnir í Hrísey partur af ferðalaginu. Á efnisskránni eru gömul djasslög í glænýjum og áður óheyrðum útsetningum með nýjum textum á íslensku og ensku, en innblástur efnisskránnar er sóttur í heimahagana á Íslandi.  

Hinsvegar koma fram tónlistarmennirnir Rúnar Eff sem hefur verið áberandi í tónlistarlífi Akureyrar og nágrennis í fjöldamörg ár. Rúnar hefur gefið út 2 plötur og getið af sé gott orð sem trúbador, og Stefán, eða Stebbi Gunn eins og hann flestir þekkja hann. Stefán leikur á bassa og hefur tekið í fjöldamörgum verkefnum. Þeir Rúnar hafa verið saman í hljómsveit í mörg ár en þeir félagar koma nú fram sem dúett og munu leika hugljúfar ábreiður í bland við eigið efni. Hugljúf, sumarleg og um fram allt skemmtileg kvöldstund í Hríseyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl.20:00 og er miðaverð 2000 kr. Vakin er athygli á að enginn posi er á staðnum.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan