Hraðferð yfir heimskautsbauginn

Mynd: Friðþjófur Helgason.
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador býður hraðferðir til Grímseyjar og yfir norðurheimskautsbauginn allt næsta sumar.

Lagt verður upp frá Torfunefsbryggju með leiðsögn um Eyjafjörð. Hvalir verða skoðaðir í firðinum og lundar í Grímsey þann tíma sem þeir eru í eyjunni. Í Grímsey verður boðið upp á sjávarfang að hætti heimamanna og fróðleik um sögu byggðar í eyjunni.

Ferðin tekur um sex klukkustundir á nýju og hraðskreiðu hvalaskoðunarskipi Ambassadors.

Áætlun um Grímseyjarferðir 2016 er þessi:

  Júní Júlí Ágúst (1.-12.) Ágúst (13.-31.)
Mánudagar 18.00 18.00 18.00 13.00
Þriðjudagar        
Miðvikudagar 18.00 18.00 18.00 13.00
Fimmtudagar        
Föstudagar 18.00 18.00 18.00 13.00
Laugardagar 18.00 18.00 18.00 13.00
Sunnudagar        

 
Nánar á heimasíðu Ambassadors.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan