Hlaupahópurinn ÚTMEÐA á Akureyri

Miðvikudagskvöldið 1. júlí kemur hlaupahópurinn ,,ÚTMEÐA“ til Akureyrar og Grófin-geðverndarmiðstöð ætlar standa fyrir viðburði sem gengur út á að hvetja hlauparana og styrkja verkefni þeirra.

Fólk er hvatt til að mæta í Grófina (Hafnarstræti 95, 4. hæð) kl. 20.30 og fá þar hristur og veifur. Svo fer fólkið austur fyrir Glerárgötuna á legginn milli Hofs og Torfunefsbryggju og dreifir sér meðfram gangstéttinni til að taka á móti hlaupurunum sem eru væntanlegir milli kl. 21 og 22. Þegar hlaupararnir koma verður þeim fagnað og fylgt í rólegheitum upp að kirkjutröppunum fyrir framan Hótel KEA. Þar verður flutt stutt ávarp og fulltrúi Geðverndarfélags Akureyrar færir fulltrúa ÚTMEÐA styrk í söfnunina.

Tilgangur átaksins ÚTMEÐA sem er að draga úr sjálfsvígum ungra karlmanna á Íslandi en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök íslenskra karlamanna á aldrinum 18-25 ára.

Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500 eða eða leggja upphæð að eigin vali inn á söfnunarreikning Geðhjálpar,  546–14– 411114, kt. 531180–0469.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan