Akureyri á hjólum

Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi
Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi

Mótorhjól og reiðhjól verða í aðalhlutverki á Akureyri í lok vikunnar en þá heldur Mótorhjólaklúbburinn Tían sína árlegu Hjóladaga 17 til 19. júlí. Um sömu helgi mun Hjólreiðafélag Akureyrar HFA halda nýjan árlegan viðburð sem nefnist hjólahelgi á Akureyri.

Á dagskrá Hjóladaga Tíunnar verður m.a. hópakstur, „Poker run˝, markaðstorg, þrautabraut, akstur með farþega, auk þess sem Bílaklúbbur Akureyrar og MC Nornir standa fyrir hjólaspyrnu. Sjá nánar á fésbókarsíðu félagsins.

Á Hjólahelgi HFA verður boðið upp á þrennskonar keppnisgreinar á reiðhjólum:
Gangnamótið, Siglo - Akureyri sem fer fram 18. júlí kl. 17.00 en þá er hjólað um 75 km leið og í gegnum fern jarðgöng.  Fálkafell-Kjarnaskógur fer fram 19. júlí kl. 11.00 en þar verður hjólað um 10 km leið og að lokum ofurhugakeppnin Kirkjutröppu-Townhill þann 19. júlí kl. 16.00. Hún felst m.a. í að hjólað verður niður tröppurnar við Akureyrarkirkju. Nánari upplýsingar á www.hjolak.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan