Hátíðarhöld í brakandi blíðu

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Haldið var upp á kvenréttindadaginn á Akureyri í dag og fagnað 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi. Einmuna veðurblíða setti sólskinssvip á hátíðarhöldin og var þátttaka í skrúðgöngu úr Lystigarðinum niður á Ráðhústorg ákaflega góð.

Á torginu fluttu Sigrún Stefánsdóttir, Arnaldur Starri Stefánsson og Silja Björk Björnsdóttir hugleiðingar og hvatningarorð. Vilhelmína Lever steig á stokk, Kvennakór Akureyrar söng, boðið var upp á dansatriði frá Steps Dancecenter, Sigrún Mary McCormick, Kamilla Dóra Jónsdóttir, Aldís Bergsveinsdóttir og Eva Laufey Eggertsdóttir sungu og Tryggvi Unnsteinsson spilaði á gítar. Kynnar voru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Myndirnar tók Ragnar Hólm í bænum í dag. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan