Hængsmótið hafið

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Í dag og á morgun, laugardag, verður 34. Hængsmótið haldið í Íþróttahöllinni. Á þessu Hængsmóti verður keppt í sveita- og einstaklingskeppni í boccía og í borðtennis karla og kvenna auk lyftinga. Keppendur nú eru 205 frá 11 félögum af öllu landinu.

Í borðtennis eru skráðar 2 konur og 15 karlar eða samtals 17 keppandur. Í einstaklingskeppni í boccía eru skráðir 181, í sveitakeppni eru skráðar 56 sveitir.

Keppt verður til kl. 21 í kvöld og aftur hafist handa klukkan 9 í fyrramálið. Hængsmótinu lýkur svo með veglegu hófi í Íþróttahöllinni kl. 19.30 á morgun og verður þar boðið upp á skemmtiatriði ásamt verlaunaafhendingu, happadrætti og dansleik. Á lokahófið hafa skráð sig yfir 300 gestir.

Hængsmótið er stærsta og jafnframt skemmtilegasta verkefni Lionsklúbbsins Hængs en þaðan kemur nafnið “Hængsmót”.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan