Græn stæði við háskólann

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Á þriðjudag voru formlega tekin í notkun sex græn bílastæði við Háskólann á Akureyri. Tvö þeirra eru klukkustæði næst háskólabyggingunum en fjögur gefa fólki kost á að hlaða rafmagnsbílana sína á dagvinnutíma eða opnunartíma skólans. Í þessi stæði má einungis leggja bílum sem geta gengið fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og metani eða rafmagni.

Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri Jón Ómar Jóhannsson frá bifreiðastæðasjóði, Trausti Tryggvason umsjónarmaður hjá HA, Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs HA, Guðmundur Haukur Sigurðarson frá Vistorku, Ólafur Búi Gunnlaugsson forstöðumaður fasteigna og rekstrar hjá HA, Eyjólfur Guðmundsson rektor og Óskar Þór Vilhjálmsson tæknimaður. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan