Gamla apótekið flutt

Nokkur fjöldi fólks fylgdist með framkvæmdum, enda ekki á hverjum degi sem svona stór hús eru flutt.
Nokkur fjöldi fólks fylgdist með framkvæmdum, enda ekki á hverjum degi sem svona stór hús eru flutt.
Gamla apótekið, Aðalstræti 4, sem hefur staðið í 156 ár var híft af grunni sínum í gær. Til stendur að gera nauðsynlegar endurbætur á grunninum en að því loknu verður húsið híft aftur á sinn stað. Gamla apótekið er eitt stærsta og reisulegasta húsið í innbænum, enda stendur það nokkru hærra en flest húsin í kring og var því mjög áberandi. Lyfsalinn Jóhann Pétur Thorarensen lét reisa Gamla apótekið árið 1859. Hann bjó í húsinu og rak lyfsölu á neðri hæðinni. Árið 1929 var neðri hæðinni breytt í íbúð. Það er Minjavernd sem vinnur að breytingum á húsinu, en stefnt er á endurgera húsið sem næst upprunalegri mynd. Húsinu hefur verið komið fyrir á Krókeyri á meðan unnið er í grunninum. Áætlað er að verkinu ljúki árið 2017.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan