Fyrsti fundur öldungaráðs Akureyrarkaupstaðar

Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar ásamt starfsmanni sínum.
Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar ásamt starfsmanni sínum.

Á myndinni sést öldungaráð Akureyrarkaupstaðar á sínum fyrsta fundi sem haldinn var á miðvikudag. Ráðið er skipað þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara á Akureyri og tveim fulltrúum frá bæjarstjórn.

Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum, til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 60 ára og eldri. Ráðið á stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 60 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins, og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.

Öldungaráð var sett á fót að áskorun Félags eldri borgara á Akureyri og Landssambands eldri borgara. Slík ráð eru þegar tekin til starfa í nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Á fyrsta fundi fór ráðið yfir verksvið sitt og ákvað að kalla eftir upplýsingum og samræðum við þá sem bera ábyrgð á þjónustu við aldurshópinn. Ráðið mun einnig skoða þá málaflokka og þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir eldri borgara t.d. skipulagsmál, leiðakerfi SVA og fleira.

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar starfar með ráðinu.

Á meðfylgjandi mynd eru allir aðalmenn ráðsins á sínum fyrsta fundi. Talið frá vinstri: Sigurður Hermannsson, Halldór Gunnarsson, Anna G. Thoransen, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Dagbjört Pálsdóttir formaður ráðsins og Gunnar Gíslason.

Samþykkt fyrir öldungaráð Akureyrarkaupstaðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan