Fundur um afmæli kosningaréttar kvenna

Í ár er þess minnst að 100 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt og af því tilefni verður fjöldi viðburða um land allt. Einnig er haldið úti sérstakri heimasíðu með upplýsingum um viðburði og annað sem tengist afmælinu.

Nokkrir hápunktar verða til dæmis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, kvennadeginum 19. júní og kvennafrídeginum 24. október. Til að kveikja hugmyndir og koma á samstarfi milli kvennahópa, félaga, samtaka og allra þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðarhöldum ársins, verður haldinn opinn samráðs- og hugmyndafundur fimmtudaginn 26. febrúar klukkan 17-18.30 í Rósenborg á 3. hæð. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan