Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar

Gunnar I. Gunnsteinsson.
Gunnar I. Gunnsteinsson.

Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Gunnar I. Gunnsteinsson í starf framkvæmdastjóra. Gunnar hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags Sjálfstæðu leikhúsanna og Tjarnarbíós undanfarin ár. Jafnframt hefur hann starfað sem leikari, leikstjóri og framleiðandi til fjölda ára og m.a. sett upp Ávaxtakörfuna, Benedikt búálf og Baneitrað samband á Njálsgötunni ásamt því að skrifa nokkur leikrit.

Gunnar ætti ekki að vera Akureyringum ókunnur en hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og stundaði nám við VMA á sínum yngri árum. Hann er útskrifaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands og með MA í stjórnun menningar- og menntastofnana frá Háskólanum á Bifröst ásamt diplómu í markaðs- og útflutningsfræðum. Gunnar hefur aðallega starfað með stjálfstæðum hópum en einnig með helstu sviðslistastofnunum landsins s.s. Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni.

Stjórn Menningarfélagsins býður Gunnar hjartanlega velkominn til starfa og væntir mikils af ráðningu hans. Framundan er spennandi og krefjandi starf við að byggja áfram upp starfsemina og er víst að reynsla Gunnars af uppbyggingarstarfi menningarstofnanna mun reynast vel í þeirri vinnu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan