Fjölmenni á Andrésar andarleikum

Á milli 2000 og 2500 manns eru nú á Ak­ur­eyri vegna Andrés­ar and­ar­leik­anna. Keppa þar fjöl­marg­ir krakk­ar á skíðum og snjó­brett­um. Þetta er í fer­tug­asta skipti sem leik­arn­ir eru sett­ir, en þeir voru sett­ir í gær og hófst keppni í hinum ýmsu grein­um í morg­un.

Keppt verður ým­ist í svigi, stór­svigi, göngu­skíðum, bretti og svo kallaðri leikja­braut fyr­ir yngstu iðkend­urna. Um 700 kepp­end­ur eru að keppa í ár því er von á mikl­um fjölda fólks í fjallið næstu daga.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu má fast­lega gera ráð fyr­ir því að kepp­end­un­um fylgi alla­vega 1500 for­eldr­ar og aðrir aðstand­end­ur. Það er því ljóst að mikið verður um að vera í Hlíðarfjalli næstu daga, en það er farið að stytt­ast í seinni end­ann á þess­ari skíðavertíð.

Frétt af mbl.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan