Fjöldi gesta kominn í bæinn á Unglingalandsmót UMFÍ og Eina með öllu

Akureyri tók fagnandi í móti gestum Unglingalandsmóts UMFÍog fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu en hátíðin var sett í gær og í kvöld er setning Unglingalandsmótsins og fer hún fram á Þórsvellinum og að henni lokinni hefst kvöldvaka á tjaldsvæði keppenda.  Nú þegar eru á milli 8-10 þúsund mótsgestir mættir í bæinn, bæði keppendur og fjölskyldur.

Í dag verður keppni í greina á borð við pílukast, körfubolta, strandablaki, siglingum og frjálsum og er áhugasömum velkomið að fylgjast með íþróttafólki framtíðarinnar spreyta sig. Hægt er að fylgjast með dagskrá mótsins á heimasíðu mótsins sem er http://landsmot.umfi.is/ en einnig er hægt að skoða dagskrána í bæklingi mótsins.

Dagskrá Einnar með öllu heldur áfram í dag m.a. með hinu árlega Kirkjutröppuhlaupi og eru þeir sem keppa ekki hvattir til að mæta á staðinn og hvetja kröftuglega. Leikhópurinn Lotta verður á staðnum og mun hita upp fyrir hlaupið. Dagskrá á Ráðhústorgi stendur yfir kl. 20-24 en þarf koma m.a. fram Evróvisjónfararnir Eyþór Ingi og María Ólafs og hljómsveitin Dúndurfréttir. Fjölbreytt önnur afþreying s.s. tívoli, vatnaboltar, klessuboltar og leiksvæði á tjaldsvæðinu að Hömrum er á hátíðinni. Dagskrá Einnar með öllu er að finna á heimasíðunni www.einmedollu.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan