Fimmtudagsfílingur í Skátagilinu - Ein með öllu hefst í kvöld

Ein með öllu 2015
Ein með öllu 2015

Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri verður sett í kvöld með tónleikum sjónvarpsstöðvarinnar N4 og er yfirskrift þeirra Fimmtudagsfílingur.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa til kl. 22.  Bæjarbúar og gestir Einnar með öllu og Unglingalandsmóts UMFÍ eru hvattir til að mæta í Skátagilið með teppi og koma sér vel fyrir í brekkunni.  Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með í beinni útsendingu á N4.  Á tónleikunum koma fram Aron Óskars og hljómsveit, Matti Matt og Pétur Örn, Rósa Diljá sigurvegari söngkeppni EMÖ 2014, María Ólafs, Sunna Björk Þórðardóttir, Rúnar EFF og hljómsveit og síðast en ekki síst Eyþór Ingi.

Þetta er upphafið að frábærri helgi þar sem fram koma fjöldi skemmtikrafta, árlegir viðburðir sbr. Kirkjutröppuhlaupið, Mömmur og möffins, Ein með öllu...rauðkáli og kók í bauk og Sparitónleikarnir á Samkomuhúsflötinni auk mikils framboðs af ýmiskonar afþreyingu s.s. tívoli, vatnaboltar litaboltar, klessuboltar,hoppukastalar, Söngkeppni unga fólksins, siglingar um Pollinn, leiksýningu Leikhópsins Lottu og fleira spennandi. 
Skoðið dagskrá Einnar með öllu á heimasíðu hátíðarinnar og hægt er að fylgjast með keppni Unglingalandsmótsins á síðu UMFÍ.  Einnig er Ein með öllu með Facebooksíðu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan