Verkfall SGS og strætó

Mynd: Vikudagur.is.
Mynd: Vikudagur.is.

Vegna verkfallsboðunnar hjá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) er ljóst að akstur strætó á svæði Eyþings mun liggja niðri þá daga sem verkfall stendur yfir.

Tímasetningar verkfallsaðgerða SGS:
30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12.00 á hádegi til miðnættis sama dag
6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí)
7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí)
19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí)
20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí)
26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí

Þessa daga verða leiðir 78, 79 og 56 ekki eknar.
Leið 57 fer einungis til Akraness og Borgarness.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan