Endurskoðuð mannauðsstefna

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Sjötta september síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn endurskoðun á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum. 

Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna hafa nú verið sameinaðar mannauðsstefnunni. Jafnframt var köflum endurraðað og sumir styttir. Skilgreindir voru mælikvarðar sem notaðir verða til að veita stefnunni eftirfylgni. 

Tólf manna starfshópur vann að endurskoðuninni og óskaði hópurinn eftir umsögnum frá stéttarfélögum, trúnaðarmönnum, fagnefndum og starfsfólki bæjarins. Umsagnir voru nýttar til að bæta mannauðsstefnuna ennfrekar. 

Hér má finna endurskoðaða mannauðstefnu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan