Drusluganga á Akureyri

Margir þátttakenda báru skilti með skýrum skilaboðum.
Margir þátttakenda báru skilti með skýrum skilaboðum.
Um 130 manns tóku þátt í hinni árlegu Druslugöngu á Akureyri. Gengið var frá Akureyrarkirkju og niður á Ráðhústorg. Á torginu var stutt athöfn með ljóðalestri og ræðuhöldum. Viðburðinum lauk með gjörningi þar sem allir viðstaddir mynduðu stóran hring og hrópuðu „Ég er drusla!“ Tilgangurinn með Druslugöngunni er að vekja umræðu um kynferðisofbeldi, hvetja þolendur slíks ofbeldis til að stíga fram og segja frá því en byrgja það ekki inni. Ljósmyndir: Björn Jónsson
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan