Drusluganga á Akureyri

Frá Druslugöngunni 2014.
Frá Druslugöngunni 2014.

Drusluganga verður á Akureyri laugardaginn 26. júlí kl. 14 en hún er orðin að föstum punkti þar sem samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur með þolendum gegn gerendum. Gangan hefst við Akureyrarkirkju og verður gengið niður Listagilið og inn á Ráðhústorg.

Þetta er fjórða árið sem Druslugöngur fara fram víða um heim og hafa Akureyringar frá upphafi verið þátttakendur og þátttakan farið mjög vaxandi milli ára. Gangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og hafna þeirri gamaldags og röngu hugsun að einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem réttlætingu á kynferðisglæp. Það er ekki til nein réttlæting.

Upphaf Druslugöngunnar má rekja til Toronto í Kanada þar sem fyrsta gangan var farin 29. apríl 2011. Þá var gangan hluti af viðbrögðum samfélagsins við orðum lögreglumanns sem sagði að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki verða fórnarlömb nauðgana. Orðin vöktu mikla reiði og sérstaklega hjá konum sem sögðust vera orðnar þreyttar á því að vera kúgaðar með ásökunum tengdum klæðaburði sínum. 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan