Dagur myndlistar

Grunnskólabörn og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir við safnkennslu í Ketilhúsinu.
Grunnskólabörn og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir við safnkennslu í Ketilhúsinu.

Í tilefni af degi myndlistar á morgun, laugardaginn 1. nóvember, verður boðið upp á listamannaspjall í Ketilhúsinu á Akureyri kl. 15. Þar ræðir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri við Véronique Legros um sýningu hennar "Landiða – Fata morgana" sem staðið hefur yfir í Ketilhúsinu síðan í lok september en henni lýkur á sunnudaginn.

Einnig mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins halda teiknismiðjur fyrir börn og fullorðna kl. 14-15.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þennan sama dag bjóða þær Hrefna Harðardóttir, Anna Gunnarsdóttir og Ragnheiður Björk Þórsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2014-2015, gestum og gangandi til vinnustofu sinnar. Vonnustofur þeirra Ragnheiðar og Hrefnu eru í Listagilinu. Vinnustofa Ragnheiðar er í Kaupvangsstræti 21 en vinnustofa Hrefnu er í sama húsnæði og salur Myndlistafélagsins. Einkasýning Hrefnu Athafna konur er einmitt í fyrrnefndum sal. Vinnustofa Önnu er í Hvítspóa art sudio og gallery í Brekkugötu 3a. Vinnustofurnar eru allar opnar kl. 14-17.

Ennfremur má til gamans geta þess að í Eyjafjarðarsveit verður Dyngjan – listhús, vinnustofa Guðrúnar H. Bjarnadóttur listakonu, opin þennan dag kl.  14-17.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan