Arctic Open á Jaðarsvelli

Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Arctic Open golfmótið stendur nú sem hæst á Jaðarsvelli en það var fyrst haldið fyrir 30 árum og á vaxandi vinsældum að fagna hjá kylfingum hér heima og erlendis. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi.

Það var fyrst árið 1986 að Arctic Open mótið var haldið og var þá einungis keppt í einum flokki, þ.e.a.s. með forgjöf. Frá árinu 1987 hefur verið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar, og það ár var atvinnumönnum í fyrsta sinn boðin þátttaka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Árið 2002 var bætt við verðlaunum fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar.

Kylfingar sem hafa notið miðnætursólar á Arctic Open í gegnum tíðina hafa komið víðsvegar af landinu og frá öllum heimshornum. Þeir ljúka allir sem einn lofsorði á skipulag mótsins sem er í raun fjögurra daga golfhátíð, 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Sjálfir keppnisdagarnir eru tveir og spilaðar 18 holur hvorn þeirra.

Sjá heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan