Amabadama á Akureyrarvöku

Amabadama. Mynd: Spessi.
Amabadama. Mynd: Spessi.

Lagið „Hossa Hossa“ með Amabadama er vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir samkvæmt vinsældarlista Rásar tvö. Þessi skemmtilega reggíhljómsveit, Amabadama, fékk nýverið plötusamning hjá Record Records og er fyrsta breiðskífa þeirra væntanleg nú á haustmánuðum. Amabadama verður eitt aðalnúmerið á Akureyrarvöku um mánaðamótin.

„Við höfum verið að taka upp plötuna okkar hjá honum Gnúsa í Stúdíó Historý og í tilefni þess að upptökum er formlega lokið ætlum við að fara að endurhlaða batteríin og reggía okkur upp á stærstu reggíhátíð Evrópu, Rototom Sunsplash, sem fer fram á Spáni. Við komum svo aftur rétt fyrir Akureyravöku, endurnærð, sólbrún og uppfull af reggíanda sem að við munum breiða út til allra þeirra sem að koma að hlusta á okkur!" segja liðsmenn Amabadama sem hafa verið við upptökur í Berlín, Þýskalandi.

Amabadama mun halda uppi stemningunni á karnivalinu í Listagilinu á Akureyri laugardagskvöldið 30. ágúst. Þar munu þau spila nýtt efni af væntanlegri plötu. Klukkutíma dagskrá af góðu íslensku reggí. Það er að sjálfsögðu frítt á tónleikana enda Akureyrarvaka afmælishátíð bæjarins.

Dagskrá Akureyrarvöku í heild má sjá hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan