Akureyrska tréöndin á Evrópufrímerki

Tréöndin.
Tréöndin.

Gömul íslensk leikföng verða á tveimur Evrópufrímerkjum árið 2015. Þetta kemur fram í nýjasta tölubliðinu af frímerkjablaði Íslandspósts. Á frímerkjunum verður annarsvegar mynd af tréönd frá Leikfangagerð Akureyrar og hinsvegar mynd af Dúa-bíl sem framleiddur var í Dýrafirði.

Tréöndin 

Svokölluð Evrópufrímerki hafa verið gefin út árlega frá árinu 1956 og síðan að samband opinberra póstrekenda í Evrópu var setta á laggirnar 1993 hefur það haft yfirumsjón með útgáfunni. Á næsta ári er þema Evrópufrímerkjanna gömul leikföng. Tréöndin var fyrst framleidd hjá Leikfangagerð Akureyrar og svo Leifsleikföngum sem störfuðu á Akureyri frá 1931-1960. Tréöndin, er nokkurs konar kerra á hjólum. Á leikfangasafninu sem er í Friðjbarnarhúsi á Akureyri má finna fjölda leikfanga frá síðustu öld og þar á meðal er tréöndin. 

Dúa-bíllinn

Dúa-bíllinn var framleiddur í Dýrafirði og hófst framleiðsla á bílnum árið 1985 þegar að nokkrir frumkvöðlar stofnuðu leikfangasmiðju. Þrjár tegundir af Dúa-bílum voru framleiddir og drógu þeir nafn sitt af því að í þeim var fjöðrun og þeir dúuðu. Þessir bílar voru aðalframleiðsluvara Öldunnar og afar vinsælir. Dúa-bílinn má á meðal annars skoða hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar.

Frétt af ruv.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan