Akureyri besti áfangastaðurinn í Evrópu að mati Lonely Planet

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Ferðavefurinn Lonely Planet sendi í dag frá sér lista yfir tíu bestu áfangastaðina í Evrópu í sumar og er það höfuðborg Norðurlands, Akureyri, sem toppar listann í ár. Í öðru sæti er þýska borgin Leipzig og í því þriðja Asóreyjar undan ströndum Portúgal.

Í umsögn Lonely Planet um sigurvegarann segir að Akureyri sé afslappaður og skemmtilegur bær og frábær staður til að gista ef skoða á gullfallegt landslag Norðurlands.

„Áfangastaðirnir voru valdir af Evrópusérfræðingum okkar,“ segir Tom Hall, ritstjóri Lonely Planet, í fréttatilkynningu. „Sumir koma ef til vill á óvart, sumir eru vissulega lítið þekktir, en það er kjörið að heimsækja þá alla akkúrat núna.“

Frétt af visir.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan