Afmæliskaffi á Akureyrarflugvelli

Akureyrarflugvöllur fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli og af því tilefni verður opið hús í Flugsafni Íslands laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30. Boðið verður upp á kaffi og veitingar og blöðrur fyrir börnin.

Njáll Trausti Friðbertsson fer yfir sögu Akureyrarflugvallar og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fjallar um efnahagslegt mikilvægi flugvallarins. Sérstakir gestir eru Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.

Að móttöku lokinni munu Isavia, Flugsafnið, Flugfélag Íslands, Norlandair, Mýflug, Arctic Maintenance og Flugskóli Akureyrar opna dyrnar fyrir almenningi og kynna sína fjölbreyttu starfsemi.

Allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan