Aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar miðstöðvar virkni og hæfingar

Hinn árlegi aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar miðstöðvar virkni og hæfingar verður haldinn á föstudag og laugardag. Þar verður ýmiss konar varningur sem unninn er af fólkinu sem nýtur þjónustunnar boðinn til sölu. Má þar nefna nytjalist úr postulíni, leir eða gleri, jólapappír, muni úr þæfðri ull og ýmislegt fleira.

Opið verður föstudaginn 20. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 21. nóvember frá kl. 10-16. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Skógarlundur er miðstöð virkni og hæfingar ætlaður fyrir fulloðið fatlað fólk. Tilgangurinn með starfseminni er að draga úr áhrifum fötlunar og auka færni hins fatlaða til þátttöku i daglegu lífi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan