Aðgerðir í umhverfismálum

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Akureyrarbær og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra munu á næstu vikum standa fyrir átaki í hreinsun bæjarins og líma aðvörunarmiða á þá hluti sem skylt er að fjarlægja og farga eða finna betri stað til geymslu. Eigendum verður veittur 7 daga frestur til athafna en að því liðnu verða hlutir fjarlægðir á kostnað eigenda.

Markmið átaksins er að fá íbúa, eigendur og starfsmenn fyrirtækja til að hugsa vel um umhverfið og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnun á óvörðu járnarusli, plastkörum, timbri, byggingarefni, bílflökum, bílhlutum, kerrum, jarðvegsafgöngum og öðru sambærilegu á einkalóðum og lóðum fyrirtækja og jafnvel á opnum svæðum bæjarins.

Leggjumst nú öll á eitt við að bæta umhverfi okkar svo það megi verða okkur öllum til sóma. Ef aðstæður eru þannig að fólk á erfitt með að láta taka til á lóð sinni þá eru starfsmenn Akureyrarbæjar reiðubúnir að koma að tiltektinni skv. nánara samkomulagi.

Akureyrarbær mun hafa forystu um að halda lóðum bæjarins í góðu ástandi og vonar að þetta átak skili okkur öllum þrifalegum og fallegum bæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan