25 milljónum úthlutað úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fyrr í vikunni úthlutaði stjórn Vaxtarsamnins Eyjafjarðar styrkjum að fjárhæð 25 milljónir króna til tíu verkefna. Fjárhæð styrkjanna var á bilinu ein til sex milljónir króna.

Markmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfi atvinnulífs á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áhersla skal vera á stærri og veigameiri samvinnuverkefni sem hafa það að markmiði að efla nýsköpun og þróun í atvinnulífi svæðisins.

Alls bárust 26 umsóknir með framkvæmdaáætlunum upp á tæpar 300 milljónir og nam heildarfjárhæð styrkbeiðna um 110 milljónum króna.

Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

Heiti verkefnis: Milljónir króna:
Appia ehf  vegna verkefnisins „Skólaappið 2know“ 2,5
Arctic Running ehf vegna verkefnisins „Iceland Extreme Challange“ 1
Auðlindadeild HA vegna verkefnisins „Auðlindakjarni við HA“          1,5
Egils sjávarafurðir ehf vegna verkefnisins „Sjavarafurðir á túpur“ 1
Eyrún Huld Ásvaldsdóttir vegna verkefnisins „Krummusæti“ 1,5
Markaðsstofa Norðurlands vegna verkefnisisn „Ski Iceland“  1
Sjúkrahúsið á Akureyri vegna verkefnisins „Alþjóðlega vottað sjúkrahús“ 6
Slippurinn Akureyri ehf vegna verkefnisins „Arctic Services“ 2,5
Viðburðastofa Norðurlands vegna verkefnisins „Iceland Winter Games" 3
Þula – Norrænt hugvit ehf vegna verkefnisins „Alfa – lyfjaumsjón“ 5


Stjórn Vaxtarsamningsins skipa:

Sigríður Bjarnadóttir, Ögmundur Knútsson, Sigurður Steingrímsson, Sigríður María Róbertsdóttir og Jón Hrói Finnsson. Verkefnastjóri er Baldvin Valdemarsson.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan