23 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar

Frá undirrituninni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sitjandi lengst til vinstri.
Frá undirrituninni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sitjandi lengst til vinstri.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.

Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum; 20 fullorðnum einstaklingum og 35 börnum og dvelur fólkið allt í flóttamannabúðum í Líbanon. Af hópnum munu 23 setjast að á Akureyri, 17 í Hafnarfirði og 15 í Kópavogi.

Sjá nánar frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan