SIGLING TIL GRÍMSEYJAR

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador verður með reglulegar siglingar frá Akureyri til Grímseyjar í allt sumar og gera áætlanir ráð fyrir að siglt verði fjórum sinnum í viku. Jómfrúarferðin var farin í gær. Þegar komið var til Grímseyjar var farþegum boðið upp á fiskisúpu og brauð að hætti eyjarskeggja um leið og þeir nutu fróðleiks um sögu eyjarinnar.

Siglingin aðra leið tekur einungis um tvær klukkustundir og er á allan hátt veisla fyrir augað. Fjallasýnin út Eyjafjörð er einstök og sólsetrið á heimleiðinni heillandi. Farþegarnir sáu hnúfubaka í firðinum og lunda í Grímsey. Ferðin tók um sex klukkustundir fram og til baka með skemmtilegri viðdvöl í eyjunni. Á heimasíðu Ambassadors má nálgast nánari upplýsingar (á ensku).

Sjá fleiri myndir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan