Fréttir

Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar


Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir. Lesa meira

Vel lukkað Norðurheimskautsbaugshlaup

Allir klárir í hlaupið. Mynd: Magnús Bjarnason.
Á þriðja tug hlaupara tók þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN sem fór fram í Grímsey um síðustu helgi og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur skapað sér fastan sess í hlaupaflóru landsins og þátttakendur eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi. Lesa meira

Hlaupið á heimskautsbaugnum

Hópurinn sem hljóp í fyrra. Mynd af Facebook-síðu Norðurheimskautsbaugshlaupsins.
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Fólk getur annaðhvort hlaupið einn 12 km hring um eyjuna eða tvo hringi, samtals 24 km. Lesa meira

Grímseyingurinn fljúgandi

Garðar lengst til vinstri og með honum Hollendingarnir fljúgandi.
Sögulegur viðburður átti sér stað í gær þegar Garðar Alfreðsson flaug vél frá félaginu Circle Air frá Akureyri til Grímseyjar og lenti við heimskautsbaug. Flugið var sögulegt því Garðar er Grímseyingur í húð og hár og mun vera fyrsti grímseyski flugstjórinn sem flýgur þessa leið innan sveitarfélagsins Akureyrarkaupstaðar. Lesa meira