Tækni í Hofi

Tækni í tímans rás
Tækni í tímans rás

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarf Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN

Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Í apríl er þemað; Tækni.

Hvar værum við án tækninnar?

Tækni í Hofi

Nýjasta tækni og vísindi byggja á rannsóknum og þróun í gegnum tíðina.

Allt okkar daglega líf tengist tækni og vísindum og líklega gætum við ekki án nútímatækni verið. Hvort sem það eru stórvirkar vélar eða fíngerður hugbúnaður erum við háð öllum þeim þægindum og möguleikum sem tæknin lætur okkur í té.


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan