Sumarlestur 2015

Sumarlestur - Yndislestur
Sumarlestur - Yndislestur

Sumarlestur - Akureyri bærinn minn

Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk - Í samstarfi Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri - Þema námskeiðsins að þessu sinni er Gamlir leikir, gömul hús.

sumarlestur

  • Umhverfislæsi - Bókalæsi

Markmið námskeiðsins er að börnin lesi sér til ánægju í sumar, bæði bækur og umhverfi sitt. Áhersla er lögð á yndislestur og að efla færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir bæjarins. Börnin lesa, fá að skoða og kynnast starfi safna og sýninga. Einnig er farið í skoðunarferðir um nánasta umhverfi safnanna. Þema námskeiðsins að þessu sinni er Gamlir leikir, gömul hús.

Námskeiðið er ætlað börnum sem fædd eru á árunum 2005 og 2006 (3. og 4. bekkur)

Námskeiðsgjald er 2.500 kr. — fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin.

  • Skráning á Sumarlestur 2015 hefst þann 26. maí á netfanginu ragna@minjasafnid.is

Greiðsluupplýsingar berast við skráningu og námskeiðsgjöld þarf að greiða innan 2ja daga frá svarsendingu.

Upplýsingar sem fram þurfa að koma í skráningu:

  • Nafn barns og forráðamanna 
  • Eftir hvaða tímabili er óskað 
  • Heimilisfang 
  • Skóli og bekkur 
  • Netfang, símanúmer (heimasími og gsm) og vinnusími forráðamanna 
  • Aðrar upplýsingar um barnið sem þurfa að koma fram

Námskeiðstímabil:

  • Vika 1: 8. – 12. júní kl. 9:00-12:00
  • Vika 2: 15.—19. júní kl. 9:00-12:00 (Frí 17.júní)
  • Vika 3: 22.—26. júní kl. 9:00-12:00
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan