Nála riddarasaga

NÁLA riddarasaga
NÁLA riddarasaga

Nála riddarasaga

Amtsbókasafnið á Akureyri fagnar komu sýningarinnar Nálu-riddarasögu nú í október. Formleg opnun 2. október og sögustund laugardaginn 3. október. Allir hjartanlega velkomnir!

Nála-riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sótti höfundur í íslenskt handverk og sagnahefð.

Við gerð sýningarinnar var skapandi hugsun og þátttaka höfð að leiðarljósi. Það sem hver og einn gerir hefur áhrif - enginn er of smár til að skipta máli. Með því að taka spor í saumfleka eða snúa kubbi á mynsturborði er búið að breyta sýningunni örlítið og mögulega upplifun þeirra sem á eftir koma.

Nála er önnur barnabók Evu, en hún hefur á undanförnum árum m.a. skrifað barnaefni fyrir sjónvarp og leikskóla. Myndverk eftir Evu eru bæði í einkaeigu og eigu opinberra aðila. Sjá nánar á www.evathengils.com

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan