Sandkorn í fjöru - Ljósmyndasýning

Sandkorn í fjöru
Sandkorn í fjöru

Sandkorn í fjöru - Ljósmyndasýning 3. - 30. mars

Hér sýnir Ásta Steingerður Geirsdóttir myndir sem teknar eru við sjávarsíðuna í og við Hafnarfjörð á bilinu janúar 2012 til febrúar 2014.
Myndirnar eru til sölu, í svarthvítu eða lit, prentaðar á striga / ljósmyndapappír, í stærðinni 40x60 cm.

Ásta  Steingerður  Geirsdóttir  er  fædd  á Borgarfirði  eystra  árið 1953.

Hún  flutti til Hafnarfjarðar í desember 2012 og hefur tekið býsn af myndum í fallegu umhverfi bæjarins og nágrenni hans, enda mikill útivistar og náttúruunnandi.

Hún  fór snemma að  taka myndir, eða  um 12 ára aldur. Fyrsta  vélin  sem hún komst í kynni við  var  kassavél með  „tréspólum“  sem móðir hennar átti. „Kodak brownie target six-20“

Að alast upp í náttúrufegurð Borgarfjarðar eystra  hefur haft mikil áhrif á næmi hennar á fegurðina sem allsstaðar leynist.

Þær myndir sem hér eru sýndar eru teknar á Sony 5N , við sjávarsíðuna í og  við  Hafnarfjörð á bilinu janúar 2012 til febrúar 2014.

Myndirnar eru  til sölu, í svarthvítu eða lit, prentaðar á striga / ljósmyndapappír,  í stærðinni 40x60 cm.

Hver  mynd  á striga kostar 30 000 kr. og á pappír 25.000 kr.

Hægt er að hafa samband við Ástu Steingerði í síma 663-0706  einnig á netfangi:    asta.steingerdur@gmail.com

Á þessari síðu má sjá fleiri myndir úr fjörunni . https://www.flickr.com/photos/astasteingerdur/sets/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan