Ljósmyndasýning

Hafnir eru staðir sem hlaðnir eru orku og bera vitni um ýmsar tæknilegar og efnahagslegar breytingar í gegnum aldirnar. Gamlar hafnarborgir bjóða upp á margs konar byggingarlag með króka og skúmaskot sem fela í sér leynda fegurð. Í niðurnýddri vörugeymslu eða á gamalli bryggju uppgötvar ljósmyndarinn óvænt, friðsæl og töfrandi myndefni.

Thomas Hoeren, er prófessor við Háskólann í Münster í þýskalandi og fyrirlesari við istaakademíuna í sömu borg. Hann hefur heimsótt gamlar hafnir/bryggjur á Ísland og í Norður- þýskalandi á undanförnum árum til þessu falda myndefni sem er svo sérstakt fyrir andrúmsloft þeirrar hnignunar sem þar hefur orðið.

Myndunum er ekki ætlað að vera hágæðaeða litljósmyndir; þær eru allar svart hvítar, teknar á Leica M, framkallaðar í myrkraherbergi, hráar og stundum vísvitandi kornóttar.
Myndirnar eru flestar teknar í Djúpavík á Stöndum, á Vestfjörðum, Hafnarfirði, Emden og Cuxhaven í þýskalandi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan