Laufabrauð

Laufabrauðsgerð
Laufabrauðsgerð

,,Laufabrauð eður kökur af hveitideigi, vættu í sykurblandinni góðri mjólk eður rjóma, útskornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ekki meira að segja."

Svo segir í Einföldu matreiðslu vasakveri fyrir heldri manna húsfreyjur eftur Mörtu Maríu Stephensen frá árinu 1800.

Þó svo að algengi laufabrauðs sé enn þó nokkuð ætlum við að freysta þess að sýna hér nokkrar útgáfur af uppskriftum, skurði og jólahefðum sem tengjast þessu hnossgæti.

Við höfum fengið Hugrúnu Ívarsdóttur í Laufabrauðssetrinu í lið með okkur og sett upp fallegar vörur í bland við bækur og tímarit í eigu safnsins. Einnig fengum við lánaða hugmyndamöppu þar sem Elín Björg Ingólfsdóttir skoðar möguleika laufabrauðsmynsturs í hönnun.

Innanum og samanvið eru síðan laufabrauðsjárn og fleiri hlutir úr einkaeigu.

...

Ellefti var Gáttaþefur 
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.
(Jólasveinavísur, Jóhannes úr Kötlum)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan