Kniplkonur kynna knipl

Knipl
Knipl

Kniplkonur á Akureyri ætla að kynna og sýna handverk sitt klukkan 13:00-16:00 fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. ágúst nk.

Knipl er ævagamalt handverk sem á rætur að rekja til tólftu aldar og kemur frá Ítalíu. Breiddist þaðan út og yfir Alpana til Þýskalands, Frakklands og þaðan til Norðurlandanna. 
Knipl varð tískuvara á dögum Kristjáns IV Danakonungs. Bæði börn og fullorðnir kunnu þetta og unnu við þetta.
Mun það hafa verið kennt í kvennaskólunum en seinni árin, sem þeir störfuðu, var þetta ekki kennt.
Verkfærin sem notuð eru eru trépinnar og eru tveir pinnar kallaðir par. Fínir títuprjónar, stál, munstur (kniplibréf) og kniplipúði (sem getur verið klædd plastplata). 
Til eru margar gerðir kniplpúða frá ýmsum löndum. Sumir eru hrein listaverk.Gamlir púðar hér á landi eru til sýnis; til dæmis í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan