Endurnýting

Gamalt dót er ekki bara gamalt dót...
Gamalt dót er ekki bara gamalt dót...

Þegar hlutir hafa lokið hlutverki sínu er hægt að skapa þeim nýjan tilgang með hugkvæmni og listfengi.

Á Amtsbókasafninu hefur verið sett um sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti.

Hér er bæði endurunnið og endurhannað!

Eygló Antonsdóttir – Draumafangarar og teiknimyndasögur

Halla Birgisdóttir – Mósaík, kross og hjörtu

Helga Björg Jónasardóttir – Barnaföt

Halldóra Björg Sævarsdóttir – Kjólar

Jónborg Sigurðardóttir – Blómapottar og slæðukjóll

Skilaboð þessara skapandi kvenna eru að við hættum að henda og reynum frekar að finna hlutum nýtt hlutverk!

Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan