Brunar og Sjúkrahús

Bærinn brennur
Bærinn brennur

Jón Hjaltason og Magnús Stefánsson kynna bækur sínar Bærinn brennur og Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld

Í bókinni, Bærinn brennur, rekur sagnfræðingurinn Jón Hjaltason brunasögu Akureyrar frá upphafi til stóra verksmiðjubrunans á Gleráreyrum í janúar 1969. 

Sagan er sögð í máli en ekki síður ljósmyndum sem eru á fjórða hundrað og hafa margar aldrei komið fyrir almenningssjónir. Þannig er brugðið upp ljóslifandi myndum, ekki aðeins af eldsvoðum á Akureyri heldur einnig af mannlífi, sögu einstakra húsa og þróun byggðar.

Bærinn brennur er í stóru ljósmyndabroti, 240 blaðsíður að lengd, útgefandi er Völuspá útgáfa.

Magnús Stefánsson barnalæknir hefur skrifað hundrað ára sögu sjúkrahúss á Akureyri.

Hér rekur hann óvæntan aðdraganda sjúkrahúss í kaupstaðnum, erfiðan rekstur og fer í saumana á sjúkdómum er herjuðu á bæjarbúa og þeim ráðum sem læknum voru tiltæk.

Undirtitill bókarinnar, „Ásamt ívafi úr bæjar- og mannlífsmyndum utan veggja þess“, er lýsandi fyrir þá aðferð höfundar að spinna inn í spítalasöguna ýmsu sem var á seyði í bænum, meðal annars eigin endurminningum um menn og málefni en Magnús er fæddur á Akureyri árið 1936 og man vel liðna tíð.

Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld er 303 blaðsíður, ljósmyndum prýdd. Útgefandi er Völuspá útgáfa.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan