Bók bókanna

Bók bókanna
Bók bókanna

Í apríl sýnum við nokkra dýrgripi úr innstu geymslum safnsins. 

Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkrar gersemar sem aldrei hafa komið fyrir augu almennings áður -

Bók bókanna, Biblían, hefur verið eitt mest útgefna og eitt best varðveitta ritið í gegnum tíðina -

Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 - Fallegar bækur og merkilega vel varðveittar, margar hverjar - Við getum því miður ekki leift gestum okkar að opna þær og skoða en þess í stað bendum við á vefinn bækur.is þar sem hægt er að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka. Slóðin er: http://baekur.is/is/search/Biblia+:/TITLE

Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, kl. 10:00 - 19:00 virka daga og laugardaga kl. 11:00 - 16:00 - Verið velkomin :-)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan