Ástin, drekinn og dauðinn

Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir


Amtsbókasafnið á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bjóða Vilborgu Davíðsdóttur velkomna norður yfir heiðar, fimmtudaginn 28. maí, með bók sína Ástin, drekinn og dauðinn. 

Vilborg, sem er rithöfundur og þjóðfræðingur, ætlar að segja okkur í máli og myndum frá bókinni og baráttunni við drekann, en svo nefndu þau heilakrabbamein eiginmanns hennar, Björgvins Ingimarssonar.

Hún lýsir þar vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn sem er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Erindið hefst kl. 16:30 fimmtudaginn 28. maí - Allir hjartanlega velkomnir!

Ástin, drekinn og dauðinn

Ástin, drekinn og dauðinn hefur hlotið afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda:

,,Bók um mikilvægt efni.“ – Egill Helgason / Kiljan

„Afskaplega raunsæ, falleg og algjörlega væmnislaus ... Það geta allir samsamað sig og fundið styrk í þessari bók ... Afrek.“ - Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

„Það er eitthvað við látleysið í stílnum hjá henni sem rímar við þetta tilfinningaþrungna æðruleysi sem virðist einkenna viðbrögð þeirra beggja … Mjög sterk bók og fallega skrifuð.“  - Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 „Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni eða velgjutilfinningu. Þar er ritlist Vilborgar komin.“ - Íris Gunnarsdóttir / Hringbraut

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan