Allir lesa hefst í dag!

Allir lesa!
Allir lesa!

Í dag, 17. október hefst landsleikur í lestri, Allir lesa!. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í liði eða liðum. Viðskiptavinir Amtsbókasafnsins eru hvattir til þess að ganga til liðs við Amtsbókasafnið á vefnum allirlesa.is.

Amtsbókasafnið á Akureyri verður með ýmislegt í boði í tilefni lestrarlandsleiksins:

  • Hefst þá lesturinn – Hér höfum við sett saman hugmyndabrunn, stútfullan af bókatitlum fyrir þá sem lásu fyrir margt löngu og vilja koma til baka eftir langt hlé.
  • Veiddu bók – Viltu prófa að lesa eitthvað nýtt?
    Hér eru 250 titlar sem þú getur laumast í og látið koma þér á óvart! Ef svo vill til að þú veiðir eitthvað kunnuglegt er ekkert sjálfsagðara en að sleppa og veiða aftur
  • Bókaráðgjafi – Allt okkar starfsfólk er boðið og búið að aðstoða áhugasama í leit sinni að réttu bókinni. Ekki hika við að spyrja!
  • Í leit að lestrarfélaga? – Leit þinni er lokið. Stofnað hefur verið lið fyrir alla viðskiptavini Amtsbókasafnsins á vefnum allirlesa.is – Liðið heitir einfaldlega Amtsbókasafnið.
  • Broskarlar – Broskarlabækurnar eru bækur sem lesendur mæla með við aðra lesendur, með því að setja broskarl eða fýlukarl í bókina þegar henni er skilað.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan