Matur er mannsins megin

Þar fór góður biti...
Þar fór góður biti...

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

 Matur í Hofi

Matur er mannsins megin...

Í september er þemað; Matur og matargerð

Matur er okkur flestum hugleikinn og matargerð og uppskriftir heilla margan manninn. Málshættir og orðtök sem tengjast mat á einhvern hátt eru óteljandi og hér er nokkur dæmi:

Best er það kjöt, sem beini er næst - Betri er lítill fiskur en tómur diskur - Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið - Fleira má bíta en feita steik - Gleymt er þá gleypt er - Oft er kám á kokks nefi - Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni!

Skoðið og njótið!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan